Feb 2, 2009

Forsagan

Sagan um Þórð Jón (eða Dodda eins og við flest þekkjum hann) og West Ham hófst fyrir um tveimur mánuðum síðan þegar Bryan Glover, evrópunjósnari West Ham, kom til Íslands til að kynna sér íslenska leikmenn. Þar komst hann í kynni við Þórð Jón og vildi fá strax út, en þessi Bryan hafði einnig sýnt öðrum ungum Haukaleikmönnum áhuga. Hluturnir gengu hratt fyrir sig og í byrjun janúar var ljóst að Þórður færi út til vikureynslu hjá West Ham í byrjun febrúar - frekar spennandi tilboð fyrir strák sem varð 14 ára bara nokkrum dögum seinna.

Með svona einstakt tækifæri framundan þýddi að sjálfsögðu ekkert fyrir Dodda að sitja auðum höndum í jólafríinu og því var ég, Kristján Ómar, fenginn til að taka hann á aukaæfingar og halda kallinum í toppformi. Við æfðum aukalega ca. 2 sinnum í viku þessa tvo mánuði fram að brottför, en stuttu fyrir hana kom í ljós og Freyr Sverrisson sem átti að fara með Dodda í þessa heimsókn kæmist ekki, og því kom það í minn hlut að fylgja með í för, sem maður hafði auðvitað ekkert á móti! :)

No comments:

Post a Comment