Í morgun var vaknað snemma, eða korter í 7. Tókum rútu kl 8 að Fulham vellinum og vorum við komnir þangað um 10. Þar var okkur sagt að það yrðu fjórir leikhlutar eins og seinast og að flestir fengu að spila tvo af þeim. Við lentum snemma undir, 2-0, í fyrsta leikhluta en bæði voru það varnar og markmanns mistök. Í seinni leikhluta átti ég skot í stöng eftir stungu inn fyrir, þetta var leikurinn okkar í hnotskurn, áttum mörg skot sem enduðu í tréverkinu. En eins og fyrr segir léku flestir tvo leikhluta og lék ég fyrstu tvo. Leikurinn endaði 4-2 en þjálfarinn okkar sagði að við hefðum verið betra liðið í leiknum. Svo var leiðinni haldið heim og ég og pabbi leyfðum okkur að fá McDonalds, svona þar sem að allar æfingar eru búnir hérna úti. Núna sitjum við uppá hótelherbergi og sötrum kaffi.
Kem heim á morgun, hlakka til að sjá ykkur öll. Ég verð að sjálfsögðu á Haukaleiknum á morgun.
-Doddi
Kem heim á morgun, hlakka til að sjá ykkur öll. Ég verð að sjálfsögðu á Haukaleiknum á morgun.
-Doddi
No comments:
Post a Comment