Oct 11, 2009

Fyrstu dagar hjá Reading

Sama bloggið, annað lið... Já ég er aftur kominn til Englands en nú til Reading. Ég gisti hjá fjölskyldu í Englandi sem samanstendur af Michael Harney, Sarah Harney og Martyn Harney. Allt yndælis fólk þar á ferð.

En Jæja, þetta er þriðji dagurinn minn hjá félaginu og er afskaplega lítið búið að gerast nema það að ég og Aron spiluðum með U-15 ára liðinu gegn U-16 ára liði Brentford. Staðan var 1-1 þegar við þurftum að fara því að það þurfti að skutla okkur heim. Annars erum við ekki búnir að fara á neina æfingu og erum bara búnir að láta okkur leiðast. Erum búnir með 9. seríu af Friends og erum að byrja á þeirri tíundu.

Á morgun förum við snemma upp á leikvanginn þar sem að U-15 er að fara að læra. Við fáum að fljóta með og skoða leikvanginn og svoleiðis, ætla að reyna að næla mér í treyju á meðan við erum þar. Eftir það er okkur skutlað á æfingu sem er á gervigrasi að mig minnir og ætla ég sko sannarlega að sýna hvað í mér býr eftir að hafa staðið mig, að mér þykir, ansi illa í leiknum í gær.

En þangað til næst bið ég bara að heilsa heim og vona að jafnaldrar mínir í Hvaleyrarskóla hafi það gott á Laugum þessa vikuna.

- Doddi

No comments:

Post a Comment