May 30, 2010

Dagur 10, 11&12: Fimmta sætið og markahæstur

Jæja, þá er maður kominn heim á hótelið eftir mikið ævintýri í Hollandi þessa helgina. Mótið byrjaði á föstudaginn með leik gegn SV Grol sem við unnum 2-0 og skoraði ég fyrra markið. Síðan á laugardeginum kepptum við á móti Galatasaray þar sem að ég kom inná í stöðunni 1-1 þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði tvö mörk. Því næst var leikur gegn Brondby, hann tapaðist 2-1, en ég skoraði eina mark okkar. Síðasti leikur dagsins var gegn Auxerre sem endaði með markalausu jafntefli.

Daginn eftir var svo lokaleikur riðilsins gegn PSV, við þurftum að vinna hann og Brondby að tapa sínum leik svo að við myndum lenda í öðru sætinu og þar að leiðandi komast áfram í úrslitakeppnina. Okkur tókst að sigra PSV 1-0 en það dugði ekki til þar sem að Brondby gerði jafntefli.

Við lentum því í 3. sæti í riðlinum og spiluðum um 5. sætið gegn Twente sem lenti í 3. sæti í sínum riðli. Þann leik unnum við 2-0 og skoraði ég seinna markið.

Auxerre og Brondby mættust í úrslitaleiknum þar sem Auxerre vann með einu marki gegn engu. Þeim var svo vel fagnað á verðlaunaafhendingunnni en þar fékk ég bikar og myndavél fyrir flest mörk skoruð. Einnig voru strákarnir í liðinu svo góðir að leyfa mér að taka bikarinn fyrir 5. sætið með heim.

Svo var bara löng rútuferð heim á hótelið eftir erfiða helgi. Þetta er búin að vera skemmtileg ferð hjá okkur feðgunum. Á morgun komum við heim seint um kvöldið.

Ég kveð þá bara í bili, þakka fyrir stuðninginn.

- Doddi

No comments:

Post a Comment