May 27, 2010

Dagur 9: Síðasta æfingin

Í dag var síðasti 'venjulegi' dagurinn í þessari ferð okkar þar sem að við förum á mót á morgun og verðum þar alla helgina. Þess vegna var þetta síðasta æfingin mín sem ég fór á í dag.

En jú, við vöknum kl. 9.30 og fórum í mat fyrir kl. 10. Vorum svo sóttir af bílstjóranum Ludo sem keyrði okkur á æfingu. Æfingunni var skipt í tvennt, annar hópurinn fór að spila á tvö lítil mörk og halda boltanum innan liðsins og hinn hópurinn fór í sendingar og skot.

Þetta var fín æfing með fínu tempo-i og greinilegt að menn eru tilbúnir í átökin um helgina.

Eftir æfinguna fengum við okkur að borða í skólanum og vorum svo keyrðir á hótelið. Þar hvíldum við okkur í smá stund áður en að við löbbuðum í CORA, minimall-ið, og keyptum skó og spólu í vídjóvél.

Á morgun verðum við svo sóttir kl. 11 og farið með okkur á æfingasvæðið þar sem að rútan mun bíða okkar. Við förum svo með henni í 3+ klst ferð til Hollands þar sem mótið verður. Læt heyra í mér þaðan ef ég get.

- Doddi

No comments:

Post a Comment