Í dag var vaknað klukkan hálf níu (belgískur tími er +2) og fórum niður í morgunmat á glæsilega Erasme hótelinu hérna í Belgíu. Eftir það vorum við sóttir á hótelið klukkan 11 og keyrðir að æfingasvæðinu þar sem að ég tók þátt í virkilega skemmtilegri æfingu. Fórum í léttar fyrirgjafir og svoleiðis og þá fengu menn að sjá hvernig 170 cm víkingur frá jöklinum getur skallað.
Því næst var farið með okkur að borða í skóla í nágrenninu þar sem að maður fékk sér eitt stykki kjöt á teini með undarlegri sósu. Svo var okkur keyrt á hótelið þar sem að við stoppuðum stutt en við löbbuðum í eitt supermarket sem er hérna við hliðina á og keyptum okkur vatn og ávexti.
Mynd: Boltinn var of hár þannig að ég reyndi að 'hæla' hann eitthvern veginn í loftinu, gekk ekki alveg.
Vorum við svo sóttir um sex leytið og farið með okkur á aðra æfingu. Sú æfing var ekkert síðri þar sem að við vorum að æfa stöður fyrir mótið um helgina en upplýsingar um mótið má finna hérna www.osm75-c1toernooi.nl/indexengels_a.php.
Síðan fengum við okkur kjúkling á hótelinu og höfum bara haft það rólegt í kvöld, við munum fylgjast með beinni textalýsingu af Haukaleiknum á netinu. Svo verður morgundagurinn léttur þar sem að það er engin æfing, kíkjum kannski í miðbæinn og svona. Það kemur meira á bloggið á morgun.
- Doddi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment