Í dag byrjaði fyrra mótið af tveimur sem ég mun fara á. Vöknuðum eldsnemma í morgun og tókum rútu með öllu Anderlecht teyminu til Hollands þar sem mótið er. Fyrsti leikur var við Liverpool sem tapaðist 1-0 en spilað var 2x15 mínútur. Annar leikurinn var gegn Ajax, þar kom ég ekkert við sögu og leikurinn endaði 1-1. Í þriðja leiknum tókst mér að skora annað markið í 2-0 sigri á Utrecht. Fjórði leikurinn var sá skemmtilegasti en hann var gegn Malmö, þess má geta að þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra. Leikurinn endaði 4-0 fyrir okkur og skoraði ég þrjú af þeim.
Við enduðum efstir í þessum riðli og munum því fara í annan úrslitariðilinn með Sparta og Sporting. Við höldum þeim stigum sem við höfðum fyrir, sem sagt Sparta: 6 stig, Anderlecht: 7 stig og Sporting: 8 stig. Vinnum við þennan riðil förum við í úrslitaleikinn.
Annars hef ég það bara fínt á stórglæsilegu hóteli hérna í Hollandi, verð nú að fara að hætta því ég ætla að ná seinni hálfleiknum af úrslitaleik meistaradeildarinnar.
- Doddi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment