May 24, 2010

Dagur 5&6: Meistarar og annar frídagur

Ég blogga um gærdaginn og daginn í dag þar sem að ég hafði ekki tíma í að blogga í gær. Gærdagurinn var virkilega góður, þar sem að við unnum mótið. Við vöknuðum kl. 8 og fórum í mat hálftíma seinna og löbbuðum svo beint upp á völl. Fyrsti leikur var við Sparta sem við unnum 3-0, ég lagði upp fyrsta markið í þeim leik. Því næst var leikið við Sporting sem við unnum líka 3-0.

Þá var komið að úrslitaleiknum við unnum 2-0, ég byrjaði á bekknum og kom svo inná í seinni hálfleik. Það var mikið fagnað enda var þetta annað skiptið í röð sem Anderlecht vinnur þennan titil. Þetta var líka mikið afrek fyrir mig þar sem að þetta er fyrsta mót sem ég vinn erlendis.

Síðan var bara keyrt með rútu heim í góða þrjá tíma. Mikil þreyta var í mönnum og var ég ekkert lítið brenndur. Á hótelinu fengum við okkur kvöldmat og fórum svo bara að sofa.

Í dag var vaknað rétt fyrir kl. 10 svo að við myndum ná morgunmat, því næst var farið aftur upp í herbergið að sofa. Svo var vaknað aftur og farið í göngutúr til að liðka okkur aðeins. Eftir smá ætlum við að kíkja í kvöldmat enda erum við smá svangir.

Á morgun verður ein æfing um morguninn og önnur um kvöldið svo að það verður farið snemma að sofa í kvöld. Bið að heilsa heim og vonum að Haukar vinni ÍBV.

- Doddi

No comments:

Post a Comment