Oct 12, 2009

Lengsti dagur lífs míns

Eins og titillin gefur til kynna var þetta mjög langur dagur þar sem að ég sat mest allan tímann á rassinum. Við vorum sóttir kl. 8.30 og keyrðir á leikvanginn þar sem að við fengum að fara í tölvurnar eins og allir hinir í u-18 liðinu. Þar vorum við alveg til kl. 14.30, bara í tölvum að gera ekki neitt. Eftir það fórum við í The Community Center þar sem að við sátum einnig á rassinum alveg þar til að við vorum sóttir kl. 17.

Þá var okkur svo skutlað á eitt æfingasvæði liðsins þar sem að við fengum að sprikla aðeins á æfingu með u-15. Við vorum ekki komnir heim fyrr en kl. 21 um kvöldið og virkilega þreyttir, andlega og líkamlega.

Á morgun verðum við svo sóttir um kl. 8 um morguninn og við vitum ekki alveg hvað við erum að fara að gera þannig að við verðum bara tilbúnir öllu.

Vona að morgundagurinn verði betri en þangað til bið ég bara að heilsa heim.

- Doddi

1 comment:

  1. Eitthvað lítið að gerast hjá ykkur..?

    kv. Arnar A <3333

    ReplyDelete