Ég og Aron erum bókstaflega að deyja úr þreytu eftir langan og strangan dag. Við vissum ekki hvað við vorum að fara að gera í dag þegar við vorum sóttir kl. 8 um morguninn. Við sáum hins vegar fljótt að við vorum að fara að æfa með u-18 liðinu.
Æfingin stóð yfir í 3 tíma og eftir það fengum við okkur smá kjötkássu með öllum hinum strákunum. Svo fórum við á aðra æfingu kl. 14 og héldum við að sú æfing yrði í léttari kantinum þar sem að við höfðum verið að púla um morguninn. Okkur skjátlaðist.
Þessi æfing var í 2 og hálfan tíma og vorum við orðnir töluvert þreyttir þegar við vorum keyrðir heim kl. 17.30. Núna erum við bara að slappa af og bíða þangað til að okkur er gefinn kvöldmatur.
Morgundagurinn verður ekkert léttari en þessi því að það er æfing um morguninn á sama tíma og svo leikur með u-17 eftir æfinguna. Menn fá virkilega litla hvíld hérna og ætlast til þess að maður sé fljótur að ná sér eftir mikla keyrslu.
Læt ykkur vita á morgun hvernig leikurinn fór, ætla að fara að horfa á Friends eða eitthvað álíka.
- Doddi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment