Þá er þetta ævintýrið að syngja sitt síðasta. Búið að vera virkilega gaman hérna og vissulega líka erfitt á köflum.
En dagurinn í dag var frekar einfaldur. Vöknuðum rétt fyrir 7 að því að við áttum að vera sóttir kl. 7.45. Eins og vanalega vorum við sóttir of seint og var hann kominn korter yfir 8.
Æfingin var í léttari kantinum þar sem að við spiluðum leik í gær. Eina sem við gerðum var skokka, spretta smá, fara í reit og teygja. Eftir það fengum við Whopper, þann seina bílstjóra, til að keyra okkur á leikvöllin svo við gætum farið í Megastore og keypt okkur treyju, sem við svo gerðum.
Svo komum við bara heim og erum bara búnir að hafa það rólegt núna í kvöld - kláruðum 10. seríu af Friends. Og nú er ég bara að fara að pakka í töskurnar og taka til í herberginu svo að ég kveð bara í bili, vona að þetta blogg deyji ekki út heldur verði notað vonandi seinna ef ég væri svo heppinn að fara til annars liðs.
- Doddi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment