Oct 14, 2009

Sigur með U-17

Dagurinn í dag var alveg prýðilegur en þar var helst að við kepptum með U-17 á móti U-18 liði Tooting & Mitcham.

Við vöknuðum 6.50 um morguninn því við áttum að vera sóttir korter í 8. Við vorum tilbúnir 20 mínútur í en rútan kom ekki fyrr en korter yfir. Erum orðnir hálfvanir því að vera sóttir seinna en okkur er sagt.

Þegar komið var á æfingasvæðið fórum við beint í klefa og gerðum okkur ready fyrir æfingu. Þegar við vorum orðnir vel teipaðir og fínir var okkur sagt að við ættum ekki að æfa heldur bíða bara þangað til að við myndum keppa með U-17 kl. 14.00.

Þá fórum við Aron bara í Xbox þar sem að ég smalaði honum í FIFA. Fengum okkur líka smá í gogginn áður en að við fórum inn í klefa með liðinu.

Leikurinn við Tooting & Mitcham var ansi fjörugur þar sem Aron spilaði allan leikinn í framherjastöðunni á meðan að ég kom inná í seinni hálfleik. Aron náði að setja eitt mark í 3-0 sigri, glæsilegt mark hjá honum - boltinn datt fyrir hann í teignum og hann kláraði færið innan fótar í hornið, mjög yfirvegað hjá kauða.

En nú erum við bara heima að gera alls ekki neitt. Dagurinn er samt ennþá ungur þannig að ég kveð í bili og ætla að fá mér eitthvað að drekka.

- Doddi

No comments:

Post a Comment