Nov 9, 2009

Fyrstu tveir dagar hjá Ajax

Dagur 1:

Jæja... Nú er komið að Hollandi. Það er ekki langt síðan að ég kom heim frá Englandi svo að ég fékk u.þ.b. mánuð til að vera heima með vinum og fjölskyldu þangað til að mér var boðið að fara aftur. Hérna kemur smá ferðasaga af þessum tveimur dögum sem við mamma erum búin að eyða í Hollandi.

Við vorum mætt snemma á flugvöllinn í Keflavík þar sem að við áttum flug til Amsterdam. Það var frekar einkennilegt flug því að þegar við vorum búin að vera í hálftíma í loftinu þá þurftum við að snúa við. Ástæðan á því var að það var hjartveikur sjúklingur um borð sem þurfti að komast á spítala sem fyrst. Þannig að við biðum í smá stund þangað til að vélin gat farið á loft á ný. Í þetta skiptið gekk allt vel og komumst við til Hollands án vandræða þar sem að Kristján Bernburg tók á móti okkur.

Það var engin æfing þennan dag þannig að ég, mamma og Kristján fórum í skoðunarferð í miðbæ Amsterdam. Þar fórum við í siglingu þar sem að við lærðum ýmsa hluti um þessa gömlu en fallegu borg. Eftir siglinguna löbbuðum við í gegnum vinsælt verslunarstræti í Amsterdam þar sem að maður sá marga áhugaverða hluti. Því næst fórum við út að borða með Henny de Regt og konu hans. Svo enduðum við bara daginn á því að spila og svona og fórum snögglega að sofa eftir það.

- - - - -

Dagur 2:

Vöknuðum hálfníu til að fara niður í morgunmat hjá hótelinu. Þar var fínasta hlaðborð af fjölbreyttum mat og var ég vel saddur eftir morgunmatinn. Því næst sótti Henny okkur og keyrði okkur að æfingasvæðinu. Ég fékk að skoða bygginguna sem þarna var og sá meðal annars Dennis Bergkamp. Ég fór reyndar ekki á leikvöllinn en ég geri það kannski seinna.

Eftir langa bið eftir æfingu með U-16 hófst hún loksins og var hún virkilega skemmtileg. Byrjuðum að æfa hlaupastíl og annað slíkt og fórum svo í að halda boltanum innan liðsins í virkilega litlu plássi. Eftir það fórum við í smá keppni milli liða um að hitta í mjög lítið mark frá vissri lengd. Það hittu bara tveir, en þar var ég rosalega óheppinn og skaut fjórum sinnum í tréverkið.

Því næst fórum við að borða á æfingasvæðinu þar sem að maður fékk laglega steik. Svo keyrði Henny okkur heim að hótelinu og nú erum við bara að hafa það notalegt.

Meira blogg er væntanlegt á næstu dögum. En kveð í bili og bið að heilsa heim.

- Doddi

3 comments:

  1. Gangi þér vel á morgun, kveðja Pabbi og systir

    ReplyDelete
  2. Bið að heilsa Cryijff, bara ef þú skildir rekast á hann.
    kv Hjalti

    ReplyDelete