Nov 12, 2009

Æfing með U-17

Dagur 5:

Þetta var erfiðasti dagurinn hingað til enda æfði ég með U-17 í gríðarlegum hraða. En dagurinn byrjaði eins og hver annar dagur hérna – morgunmatur snemma, sótt kl. 13.00 og keyrð að æfingasvæðinu. Þar biðum við í tæpa tvo klukkutíma þangað til að ég fór og gerði mig tilbúinn fyrir æfingu. Þá fékk ég að vita að hún væri með U-17 og mátti ég því búast við erfiðri æfingu.

Æfingin var eins og ég bjóst við, virkilega hröð og mikið af einna snertinga bolta. Það sem kom mér svolítið á óvart var að þjálfararnir útskýrðu aldrei æfinguna á ensku þannig að ég varð að fylgjast vel með.

Það tók mig smá tíma til að finna taktinn í byrjun æfingarinnar enda allt annað en ég er vanur. Þetta kom svo smátt og smátt og náði ég að setja eitt mark á æfingunni. Eftir æfinguna fórum við að borða á hótelinu og ég fékk mér hágæða lambakjöt og að sjálfsögðu ís í eftirrétt.

En nú sit ég bara inn í hótelherberginu að blogga á meðan ég spjalla við mömmu og Kristján. En á morgun verður síðasta æfingin mín með Ajax í bili og er hún með jafnöldrum, þar ætla ég að sjá til þess að þeir munu ekki gleyma litla Íslendingnum sem þeim finnst vera alveg eins og Rooney.

- Doddi

No comments:

Post a Comment