Þetta var erfiðasti dagurinn hingað til enda æfði ég með U-17 í gríðarlegum hraða. En dagurinn byrjaði eins og hver annar dagur hérna – morgunmatur snemma, sótt kl. 13.00 og keyrð að æfingasvæðinu. Þar biðum við í tæpa tvo klukkutíma þangað til að ég fór og gerði mig tilbúinn fyrir æfingu. Þá fékk ég að vita að hún væri með U-17 og mátti ég því búast við erfiðri æfingu.
Það tók mig smá tíma til að finna taktinn í byrjun æfingarinnar enda allt annað en ég er vanur. Þetta kom svo smátt og smátt og náði ég að setja eitt mark á æfingunni. Eftir æfinguna fórum við að borða á hótelinu og ég fékk mér hágæða lambakjöt og að sjálfsögðu ís í eftirrétt.
- Doddi
No comments:
Post a Comment