Nov 13, 2009

Síðasti dagurinn

Dagur 6:

Við byrjuðum daginn á því að kíkja í smá túr um leikvanginn og vorum við kominn þangað um 11.00. Þetta var glæsilegt mannvirki með heilmikla sögu að baki sér og ég sá margt áhugavert. Völlurinn sjálfur var gullfallegur og það væri ekki leiðinlegt að spila fótbolta á svona grasi með alla þessa áhorfendur í kringum sig. Bikarasafnið var ekki á verri endanum og leikmannaherbergið var ekki síðra þar sem að þeir gátu farið í billiard, farið í playstation 3 og margt fleira.

En eftir það fór ég á síðustu æfinguna mína með jafnöldrum mínum þar sem að við byrjuðum á því að æfa hlaupastíl og samhæfingar. Sá sem sá um það var svissneskur landsliðsþjálfari og gerði hann mikið af hlutum sem ég hafði ekki séð áður, eða ekki bara ég, strákarnir á æfingunni voru jafn slappir og ég í þessu – ef ekki verri.

Því næst fórum við í venjulegt spil þar sem að ég spilaði mest sem framherji. Ég náði að setja tvö mörk, annað úr vítaspyrnu sem að ég fiskaði sjálfur. Eftir æfinguna vorum við svo keyrð heim á hótelið og okkur var sagt að þeim hafi litist bara vel á mig og munu ákveða framhaldið í næstu viku.

En þá er þessi ferð á enda og var hún virkilega skemmtileg, væri ekkert á móti því að koma hérna aftur. Hlakka til að koma heim og sjá vini og fjölskyldu en ég kveð í bili og vona að ykkur hafi fundist gaman að lesa bloggið mitt.

- Doddi

No comments:

Post a Comment