Þessi dagur er búinn að vera ansi fjörugur. Vöknuðum að venju snemma svo við gætum fengið okkur morgunmat á hótelinu og vorum svo sótt kl. 13.00 og keyrð á æfingasvæðið.
Eftir það fór ég á æfingu með U-15, það eru strákar sem eru jafngamlir mér. Þetta var bara skemmtileg æfing þar sem að mér gekk bara ágætlega. Eftir æfinguna keyrðum við heim og borðuðum hágæða kvöldmat á hótelinu. Tómatsúpa í forrétt, kjúklingabringur með spínati í aðalrétt og smá ís í eftirrétt, virkilega góður kvöldmatur.
Á morgun er frídagur hjá okkur þar sem að við ætlum niður í miðbæinn að gera eitthvað af okkur. Nú erum við bara á hótelherberginu að slappa af og gera ekki neitt. Skrifa meira seinna, endilega kommentið.
- Doddi
No comments:
Post a Comment