
Eftir æfinguna gæddum við okkur á djúpsteiktum kolkrabba sem við fengum í mötuneytinu í skólanum. Það bragðaðist bara ágætlega.
Svo var skroppið í CORA minimall-ið hérna í nágrenninu til að fylla ískápinn á hótelherberginu af ávöxtum og drykkjum.
Eftir það var farið á aðra æfingu sem var einnig heldur róleg en við vorum bara í sambabolta á litlum velli alla æfinguna. Augljóslega verið að hvíla menn aðeins fyrir stórmótið um næstu helgi, upplýsingar um mótið má finna hér http://www.marveld.info.

En á morgun er síðasta æfingin mín með Anderlecht þar sem að það er frí á fimmtudaginn og svo mót á föstudaginn, laugardaginn og sunnudaginn. Síðan kem ég heim á klakann um kvöldið á mánudaginn.
Nú erum við bara að bíða eftir niðurstöðunum úr júróvísjóninu þar sem að það er ekkert annað að gera hérna á hótelinu. Kemur meira frá mér á morgun.
- Doddi
No comments:
Post a Comment