Í dag var haldið sig við rútínuna, vaknað og niður í morgunmat fyrir klukkan tíu. Strax í framhaldið af því var sótt okkur og farið með okkur á leikvanginn þar sem að við skoðuðum okkur um. Ekki sá stærsti sem við höfum séð en samt sem áður var hann einkar glæsilegur. Þeir eru að skipuleggja byggingu á 60 þúsund manna leikvangi sem á að koma í staðinn fyrir þennan og reiknað er með því að hann verði tilbúinn árið 2016. Samt sem áður gæti það farið þannig að þeir myndu bara byggja meira við þennan sem nú er.
Á leikvangnum hittum við scouta frá Anderlecht og ræddum aðeins við þá um daginn og veginn. Svo var farið í 'fan shop' og keypt treyju og annað þess háttar.
Síðan var komið að því að fara á æfingu. Ég bjóst við því að við myndum æfa í þessari úrhellis rigningu sem var í dag en þeir eru ekki með íslenskt blóð og ákváðu að æfa innanhús. Æfingin var í skólanum hjá æfingasvæðinu í litlum leikfimissal með steyptu gólfi og hafði ég engan almennilegan skóbúnað í innanhúsæfingu þannig að ég varð að æfa í strigaskónum sem ég kom í.
Eftir góða sturtu var okkur keyrt á hótelið þar sem að við tókum Rush Hour maraþon. Eftir Jackie Chan og Chris Tucker þemað okkar fórum við í mat þar sem að ég fékk mér kjúklinginn í þriðja skiptið að ég held.
Á morgun er æfing um hádegið, líklegast innanhús eins og þessi sem var í dag. Blogga um það síðar.
- Doddi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment