
Á leikvangnum hittum við scouta frá Anderlecht og ræddum aðeins við þá um daginn og veginn. Svo var farið í 'fan shop' og keypt treyju og annað þess háttar.
Síðan var komið að því að fara á æfingu. Ég bjóst við því að við myndum æfa í þessari úrhellis rigningu sem var í dag en þeir eru ekki með íslenskt blóð og ákváðu að æfa innanhús. Æfingin var í skólanum hjá æfingasvæðinu í litlum leikfimissal með steyptu gólfi og hafði ég engan almennilegan skóbúnað í innanhúsæfingu þannig að ég varð að æfa í strigaskónum sem ég kom í.

Eftir góða sturtu var okkur keyrt á hótelið þar sem að við tókum Rush Hour maraþon. Eftir Jackie Chan og Chris Tucker þemað okkar fórum við í mat þar sem að ég fékk mér kjúklinginn í þriðja skiptið að ég held.
Á morgun er æfing um hádegið, líklegast innanhús eins og þessi sem var í dag. Blogga um það síðar.
- Doddi
No comments:
Post a Comment