May 30, 2010

Dagur 10, 11&12: Fimmta sætið og markahæstur

Jæja, þá er maður kominn heim á hótelið eftir mikið ævintýri í Hollandi þessa helgina. Mótið byrjaði á föstudaginn með leik gegn SV Grol sem við unnum 2-0 og skoraði ég fyrra markið. Síðan á laugardeginum kepptum við á móti Galatasaray þar sem að ég kom inná í stöðunni 1-1 þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði tvö mörk. Því næst var leikur gegn Brondby, hann tapaðist 2-1, en ég skoraði eina mark okkar. Síðasti leikur dagsins var gegn Auxerre sem endaði með markalausu jafntefli.

Daginn eftir var svo lokaleikur riðilsins gegn PSV, við þurftum að vinna hann og Brondby að tapa sínum leik svo að við myndum lenda í öðru sætinu og þar að leiðandi komast áfram í úrslitakeppnina. Okkur tókst að sigra PSV 1-0 en það dugði ekki til þar sem að Brondby gerði jafntefli.

Við lentum því í 3. sæti í riðlinum og spiluðum um 5. sætið gegn Twente sem lenti í 3. sæti í sínum riðli. Þann leik unnum við 2-0 og skoraði ég seinna markið.

Auxerre og Brondby mættust í úrslitaleiknum þar sem Auxerre vann með einu marki gegn engu. Þeim var svo vel fagnað á verðlaunaafhendingunnni en þar fékk ég bikar og myndavél fyrir flest mörk skoruð. Einnig voru strákarnir í liðinu svo góðir að leyfa mér að taka bikarinn fyrir 5. sætið með heim.

Svo var bara löng rútuferð heim á hótelið eftir erfiða helgi. Þetta er búin að vera skemmtileg ferð hjá okkur feðgunum. Á morgun komum við heim seint um kvöldið.

Ég kveð þá bara í bili, þakka fyrir stuðninginn.

- Doddi

May 27, 2010

Dagur 9: Síðasta æfingin

Í dag var síðasti 'venjulegi' dagurinn í þessari ferð okkar þar sem að við förum á mót á morgun og verðum þar alla helgina. Þess vegna var þetta síðasta æfingin mín sem ég fór á í dag.

En jú, við vöknum kl. 9.30 og fórum í mat fyrir kl. 10. Vorum svo sóttir af bílstjóranum Ludo sem keyrði okkur á æfingu. Æfingunni var skipt í tvennt, annar hópurinn fór að spila á tvö lítil mörk og halda boltanum innan liðsins og hinn hópurinn fór í sendingar og skot.

Þetta var fín æfing með fínu tempo-i og greinilegt að menn eru tilbúnir í átökin um helgina.

Eftir æfinguna fengum við okkur að borða í skólanum og vorum svo keyrðir á hótelið. Þar hvíldum við okkur í smá stund áður en að við löbbuðum í CORA, minimall-ið, og keyptum skó og spólu í vídjóvél.

Á morgun verðum við svo sóttir kl. 11 og farið með okkur á æfingasvæðið þar sem að rútan mun bíða okkar. Við förum svo með henni í 3+ klst ferð til Hollands þar sem mótið verður. Læt heyra í mér þaðan ef ég get.

- Doddi

May 26, 2010

Dagur 8: Kíkt á leikvanginn

Í dag var haldið sig við rútínuna, vaknað og niður í morgunmat fyrir klukkan tíu. Strax í framhaldið af því var sótt okkur og farið með okkur á leikvanginn þar sem að við skoðuðum okkur um. Ekki sá stærsti sem við höfum séð en samt sem áður var hann einkar glæsilegur. Þeir eru að skipuleggja byggingu á 60 þúsund manna leikvangi sem á að koma í staðinn fyrir þennan og reiknað er með því að hann verði tilbúinn árið 2016. Samt sem áður gæti það farið þannig að þeir myndu bara byggja meira við þennan sem nú er.

Á leikvangnum hittum við scouta frá Anderlecht og ræddum aðeins við þá um daginn og veginn. Svo var farið í 'fan shop' og keypt treyju og annað þess háttar.

Síðan var komið að því að fara á æfingu. Ég bjóst við því að við myndum æfa í þessari úrhellis rigningu sem var í dag en þeir eru ekki með íslenskt blóð og ákváðu að æfa innanhús. Æfingin var í skólanum hjá æfingasvæðinu í litlum leikfimissal með steyptu gólfi og hafði ég engan almennilegan skóbúnað í innanhúsæfingu þannig að ég varð að æfa í strigaskónum sem ég kom í.

Eftir góða sturtu var okkur keyrt á hótelið þar sem að við tókum Rush Hour maraþon. Eftir Jackie Chan og Chris Tucker þemað okkar fórum við í mat þar sem að ég fékk mér kjúklinginn í þriðja skiptið að ég held.

Á morgun er æfing um hádegið, líklegast innanhús eins og þessi sem var í dag. Blogga um það síðar.

- Doddi

May 25, 2010

Dagur 7: Rólegar æfingar

Í dag vöknuðum við eldhressir kl. 9.30 sem er orðin frekar standard tími fyrir okkur að vakna þar sem að morgunmaturinn á hótelinu er búinn kl. 10. Því næst vorum við sóttir á hótelið og farið með okkur á æfingu, en æfingin var haldin fyrir utan skólann sem flestir strákanna stunda nám. Þessi æfing var virkilega létt, bara klassísk upphitun og svo reitarbolti.

Eftir æfinguna gæddum við okkur á djúpsteiktum kolkrabba sem við fengum í mötuneytinu í skólanum. Það bragðaðist bara ágætlega.

Svo var skroppið í CORA minimall-ið hérna í nágrenninu til að fylla ískápinn á hótelherberginu af ávöxtum og drykkjum.

Eftir það var farið á aðra æfingu sem var einnig heldur róleg en við vorum bara í sambabolta á litlum velli alla æfinguna. Augljóslega verið að hvíla menn aðeins fyrir stórmótið um næstu helgi, upplýsingar um mótið má finna hér http://www.marveld.info.

En á morgun er síðasta æfingin mín með Anderlecht þar sem að það er frí á fimmtudaginn og svo mót á föstudaginn, laugardaginn og sunnudaginn. Síðan kem ég heim á klakann um kvöldið á mánudaginn.

Nú erum við bara að bíða eftir niðurstöðunum úr júróvísjóninu þar sem að það er ekkert annað að gera hérna á hótelinu. Kemur meira frá mér á morgun.

- Doddi

May 24, 2010

Dagur 5&6: Meistarar og annar frídagur

Ég blogga um gærdaginn og daginn í dag þar sem að ég hafði ekki tíma í að blogga í gær. Gærdagurinn var virkilega góður, þar sem að við unnum mótið. Við vöknuðum kl. 8 og fórum í mat hálftíma seinna og löbbuðum svo beint upp á völl. Fyrsti leikur var við Sparta sem við unnum 3-0, ég lagði upp fyrsta markið í þeim leik. Því næst var leikið við Sporting sem við unnum líka 3-0.

Þá var komið að úrslitaleiknum við unnum 2-0, ég byrjaði á bekknum og kom svo inná í seinni hálfleik. Það var mikið fagnað enda var þetta annað skiptið í röð sem Anderlecht vinnur þennan titil. Þetta var líka mikið afrek fyrir mig þar sem að þetta er fyrsta mót sem ég vinn erlendis.

Síðan var bara keyrt með rútu heim í góða þrjá tíma. Mikil þreyta var í mönnum og var ég ekkert lítið brenndur. Á hótelinu fengum við okkur kvöldmat og fórum svo bara að sofa.

Í dag var vaknað rétt fyrir kl. 10 svo að við myndum ná morgunmat, því næst var farið aftur upp í herbergið að sofa. Svo var vaknað aftur og farið í göngutúr til að liðka okkur aðeins. Eftir smá ætlum við að kíkja í kvöldmat enda erum við smá svangir.

Á morgun verður ein æfing um morguninn og önnur um kvöldið svo að það verður farið snemma að sofa í kvöld. Bið að heilsa heim og vonum að Haukar vinni ÍBV.

- Doddi

May 22, 2010

Dagur 4: Fyrra mótið

Í dag byrjaði fyrra mótið af tveimur sem ég mun fara á. Vöknuðum eldsnemma í morgun og tókum rútu með öllu Anderlecht teyminu til Hollands þar sem mótið er. Fyrsti leikur var við Liverpool sem tapaðist 1-0 en spilað var 2x15 mínútur. Annar leikurinn var gegn Ajax, þar kom ég ekkert við sögu og leikurinn endaði 1-1. Í þriðja leiknum tókst mér að skora annað markið í 2-0 sigri á Utrecht. Fjórði leikurinn var sá skemmtilegasti en hann var gegn Malmö, þess má geta að þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra. Leikurinn endaði 4-0 fyrir okkur og skoraði ég þrjú af þeim.

Við enduðum efstir í þessum riðli og munum því fara í annan úrslitariðilinn með Sparta og Sporting. Við höldum þeim stigum sem við höfðum fyrir, sem sagt Sparta: 6 stig, Anderlecht: 7 stig og Sporting: 8 stig. Vinnum við þennan riðil förum við í úrslitaleikinn.

Annars hef ég það bara fínt á stórglæsilegu hóteli hérna í Hollandi, verð nú að fara að hætta því ég ætla að ná seinni hálfleiknum af úrslitaleik meistaradeildarinnar.

- Doddi

May 21, 2010

Dagur 3: Frídagur

Í dag var sofið út, eða til 9.30 svo við myndum ná morgunmatnum á hótelinu. Svo varið farið aftur upp og lagt sig aðeins meir. Síðan um tólf leytið hittum við Kristján Bernburg á hótelinu og fórum með honum niður í miðbæ Brussel þar sem við sáum alskonar byggingar, styttur og þess háttar.

Síðan var bara farið heim með neðarjarðarlestinni og slappað af á hótelinu. Erfið helgi framundan, mót í Hollandi. Fyrsti leikur við Liverpool kl. 11.10 en farið verður með rútu kl. 6.15 um morguninn.

Blogga því næst á mánudaginn eða jafnvel um sunnudagskvöldið og set þá inn nokkrar myndir og svoleiðis af mótinu.

- Doddi