
Daginn eftir var svo lokaleikur riðilsins gegn PSV, við þurftum að vinna hann og Brondby að tapa sínum leik svo að við myndum lenda í öðru sætinu og þar að leiðandi komast áfram í úrslitakeppnina. Okkur tókst að sigra PSV 1-0 en það dugði ekki til þar sem að Brondby gerði jafntefli.
Við lentum því í 3. sæti í riðlinum og spiluðum um 5. sætið gegn Twente sem lenti í 3. sæti í sínum riðli. Þann leik unnum við 2-0 og skoraði ég seinna markið.

Auxerre og Brondby mættust í úrslitaleiknum þar sem Auxerre vann með einu marki gegn engu. Þeim var svo vel fagnað á verðlaunaafhendingunnni en þar fékk ég bikar og myndavél fyrir flest mörk skoruð. Einnig voru strákarnir í liðinu svo góðir að leyfa mér að taka bikarinn fyrir 5. sætið með heim.
Svo var bara löng rútuferð heim á hótelið eftir erfiða helgi. Þetta er búin að vera skemmtileg ferð hjá okkur feðgunum. Á morgun komum við heim seint um kvöldið.

Ég kveð þá bara í bili, þakka fyrir stuðninginn.
- Doddi








